Willow Organics
Willow Organics er danskt barnafatamerki
sem býður upp á einstaklega falleg og mjúk barnaföt.
Merkið er stofnað af Maiken, tveggja barna móður, sem vildi hanna tímalaus föt úr náttúrulegri bómull. Bómullin er
laus við öll kemísk efni og eru fötin framleidd í
Evrópu samkvæmt ströngustu stöðlum.
Fötin frá Willow Organics eru nútímaleg,
einföld og eru gerð til að endast.
Við erum alveg ótrúlega stolt að vera söluaðili Willow Organics á Íslandi.
Fötin fara í sölu á miðvikudaginn kl 10:00


HEJ viðarverk
Handverkssnillingurinn Henning Jónasson er maðurinn á bak við HEJ viðaverk. Henning leggur mikinn metnað í að búa til viðargripi og erum við svo heppin að fá að selja hristurnar hans hér í Litlu Barnabúðinni.
Sérstaklega falleg og eiguleg gjöf þar sem hver hrista er einstök og er einungis til eitt eintak af hverri hristu.
Íslenskt handverk og hönnun eins og gerist best.
Rockahula kids
Rockahula kids er nýtt merki hjá okkur í Litlu barnabúðinni. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 af Harriet Jones en með hönnun sinni vildi hún búa til töfrandi heim fyrir börn í formi fylgihluta. Rockahula kids býður meðal annars upp á ævintýralega skartgripi, hárskraut og töskur.
