Skilmálar
Skilmálar gilda um sölu á vörum í netverslun Litla Barnabúðarinnar til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.
Seljandi er:
GOAT 23 ehf
kt: 481021 0140
Ásgarði 75
108 Reykjavík
S: 8257287
info@litlabarnabudin.is
Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til skila vöru að því tilskildu að varan séu ónotaðar, í upprunalegu ástandi og í óopnum umbúðum. Fresturinn miðast við að vara sé komin aftur í hendur seljanda innan 14 daga. Endurgreiðsla er í formi inneignarnótu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöruna. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Athugaðu að ekki er hægt að skila tilboðsvöru.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst á án fyrirvara. Litla Barnabúðin áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum ef rangt verð var gefið upp. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Afhending og afhendingartími
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferlis og áður en greiðsla fer fram.
Hægt er að sækja vörur í Ásgarð 75, 108 Reykjavík
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.
Persónuvernd og öryggi
Allar upplýsingar sem varða kaup í gegnum netverslunina eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og eru eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti.
Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Kortaþjónustunnar og berast upplýsingar um greiðslukortanúmer ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.
Boðið er uppá greiðslur með öllum helstu greiðslukortum. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.